Óviðeigandi eyðsla.

Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu finnst mér með öllu óviðeigandi að eyða fúlgu fjár í kosningaslag.
Ég mun því ekki sækjast eftir né þiggja fjárhagslegan stuðning úr neinni átt.
Þar af leiðandi mun ég ekki reka kosningaskrifstofu heldur einbeita mér að maður á mann aðferðinni, greinaskrifum og bloggi.

Ég tel að þeim peningum sem einhverjir væru tilbúnir að styrkja mig með, sé betur komið í eitthvað gott málefni eins og td Mæðrastyrksnefnd, þar sem stuðningurinn fer beint og milliliðalaust til þeirra sem á honum þurfa að halda.

Ég hvet stuðningsmenn mína til að bera fulla virðingu fyrir andstæðingum mínum í prófkjörinu og láta aldrei hnjóðsyrði um þá falla.
Minn árangur í prófkjörinu á að byggjast á mínum verðleikum ekki á nokkurn hátt á því að níða skóinn af andstæðingi.

Ingi Björn Albertsson
Sími 8203155


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Martens

Þetta fynnst mér vera til fyrirmyndar.

Þá er ég ekki að tala um málefni þín því ég veit ekki hver þau eru, heldur nálgun þín á kosningaslaginn og tillögu þína um að styrktaraðilar prófkjara gefi frekar í góð málefni.

Gott þetta

Ragnar Martens, 26.2.2009 kl. 22:37

2 identicon

Tek undir með Ragnari, dapurlegt að horfa á margan núverandi þingmanninn beita flokksræðinu í aðdraganda prófkjörs. Slíki menn hafa greinilega ekki trú á eigin persónulegri getu. Gangi þér sérstaklega vel.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband