Sorglegt!
16.3.2009 | 08:52
Sorglegt, er það sem kom fyrst upp í huga mér þegar tölur úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík tóku að birtast. Strax við fyrstu tölur var ljóst að "flokkurinn,, ætlaði ekki að svara kröfunni um endurnýjun, sitjandi þingmenn röðuðu sér í efstu sætin og næst á eftir þeim komu fulltrúar flokksins úr Heimdalliog SUS, þvílík endurnýjun!
Á listanum voru fjölmargir hæfir einstaklingar sem hafnað var af "flokknum,, og því ljóst að "flokksmenn,, eru ánægðir með störf þingmanna sinna á síðasta kjörtímabili þar sem þessir aðilar sváfu sínum djúpa svefni á meðan þjóðarskútan sökk.
Því miður held ég að fylgi flokksins muni síst aukast við þessa niðurstöðu enda ekki verið að bjóða upp á neitt nýtt. Tækifærið var til staðar en var ekki nýtt. Sorglegt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Takk fyrir mig!
16.3.2009 | 08:40
Ég vil þakka öllum þeim sem kusu mig í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um síðust helgi fyrir stuðninginn. Ég vil líka þakka þeim sem lögðu hönd á plóginn og sýndu enn og aftur vinskap sem er mér svo dýrmætur. Fjölskyldan mín, ættingjar og vinir voru hryggsúlan í baráttunni og unnu þau mikið og óeigingjarnt starf fyrir mig. Takk fyrir mig!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Klippum á axlaböndin!
3.3.2009 | 13:21
3. Er ekki kominn tími til að það ekki sé hægt að ganga lengra en að ganga að veði.
4. Er ekki kominn tími til að afnema ábyrðarmenn að lánum.- Það þekkja allir hversu ójöfn staða lántakanda versus lánveitanda er hér á landi. Lánveitandi tekur veð í eign eða hlut, þegar svo lántakandi lendir í greiðsluþroti er hægt að ganga að miklu meira en veðinu til fullnustu kröfu. Þannig er hægt að hundelta fólk, hirða af þeim aðrar eignir sem EKKI voru settar að veði og setja fólk í gjaldþrot, sem síðan er hægt að viðhalda til lífstíðar. Í þessu felst gríðarlegt óréttlæti sem verður að laga. Veð skal vera veð og ekkert annað. Lánveitandi á að taka sína áhættu með lántakandanum, reyndar er sú áhætta ekki mikil því hægt er að grípa inn í miklu fyrr en oft er gert. Lánveitandinn er með bæði belti og axlabönd. Klippum á axlaböndin, báðir með belti.
- Lánveitandi á að taka afstöðu til lánveitingar að vel athguðu máli. Hann metur lántakandann, tekjur hans og greiðsluþol, að því loknu er það áhætta lánveitandans og á hans ábyrgð hvort hann lánar eða ekki. Það sem síðan er sett að veði er trygging lánveitandans ef illa fer hjá lántakanda og getur hann þá gengið að þessu veði, en lengra á hann ekki að geta farið.
- Það gengur hreinlega ekki að með því að taka lán séu lántakendur að gefa út skotleyfi á sjálfa sig og eignir þeirra, heimili og fjölskyldu. Þess vegna verður lántakandi að geta treyst því, að það sem hann getur tapað við það að geta ekki staðið í skilum sé það sem hann setti að veði fyrir láninu og ekkert annað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Birta tilboðin!!
2.3.2009 | 20:18
Þó það sé súrt að þurfa að afskrifa 3 milljarða þá treystir maður því að betra tilboðinu hafi verið tekið og með því tryggð atvinna fjölda manns. Ekki hefði verið skárra að stór fjölga umbjóðendum hjá atvinnuleysistryggingasjóð.
Hins vegar á að birta tilboðin, þar sem nú á tími gagnsæis og upplýsinga að vera runninn upp (eða hvað).
3 milljarðar sagðir afskrifaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af hverju í framboð?
2.3.2009 | 15:58
Ástæður þess að ég ákveð að hella mér á ný út í stjórnmálin eru ýmsar en
það sem fyrst varð til þess að ég fór að hugsa málið var eftir að ég og konan
mín
áttum erindi niður í miðbæ og upplifðum þá harkaleg mótmæli við stjórnarráðið,
þar sem forsætisráðherra mátti þola óviðundandi framkomu mótmælenda og
stjórnarráðið var svívirt. Mér fannst þetta dapurleg sjón og upplifun sem
ég hefði alveg viljað sleppa við, enda lá við að ég táraðist vegna þess hvernig
komið var
fyrir landinu mínu. Þarna upplifði ég í fyrsta sinn löngun til þess að snúa
aftur í stjórnmálin og gera það sem ég gæti til þess að endurreisa það Ísland
sem við öllum þekkjum og söknum.
En það eru margar aðrar ástæður sem hafa hlaðist upp síðustu vikurnar í þessu
þjóðfélagi spillingar, siðleysis, græðgi og tillitsleysi við náungann.
Ofurlaun, kaupréttir, undanskot fjármagns, lygar og vantraust eru allt orð sem
eru á hvers manns vörum þessa dagana og vantraust á stjórnmálamenn,
embættismenn og hreint út sagt á allt og alla.
Reiði fólks er bæði réttlát og skiljanleg og fólk á að fá að tjá reiði sína.
Það er hinn almenni Íslendingur sem mun bera byrðarnar af því ábyrgðar- og
agaleysi sem hér hefur ríkt. Það eru börnin hans, það eru börnin mín og þín,
barnabörnin mín og þín sem munu þurfa að axla byrðar fortíðar og taka með sér
inn í framtíðina á sama tíma og grunur leikur á að nokkur fjöldi fjölskyldna í
landinu þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur næstu hundrað árin vegna undanskota
á fjármagni úr landi.
Það er skýlaus krafa að búi einhver yfir vitneskju um undanskot tiltekinna
aðila þá er það borgaraleg skylda að upplýsa það. Þingmaður einn staðhæfði að
um 40-50 manns væri að ræða sem komið hefðu hundruðum milljarða úr landi.
Þingmaðurinn verður að gefa upp nöfnin á þessu fólki, það dugar einfaldlega
ekki að tala um gagnsæi og að allt eigi að vera upp á borðinu ef menn meina
ekkert með því. Það er einnig ábyrgðarhluti að setja alla sem auðgast hafa í
einn hóp, því vissulega hafa margir auðgast á fullkomlega eðlilegan máta, með
dugnaði og útsjónarsemi. Þeir aðilar eiga það ekki skilið að fólk efist um
heiðarleika þeirra, þess vegna verður listi þingmannsins að birtast, annað er í
besta falli ábyrgðarleysi.
Ég vil taka þátt í því að endurreisa Ísland þar sem stétt með stétt lifir sátt
í landinu, þar sem traust ríkir á milli manna og virðing við náungann er
fölskvalaus. Ég vil sjá stjórnmálamenn hvar í flokki sem þeir eru taka saman
höndum við úrlausn mála. Sleppum öllu skaki og eigin metnaði um hver eigi mál
eða tillögur, það má gera slíkt upp seinna. Hugsum eingöngu um að koma
þjóðarskútunni á réttan kjöl, verndum heimilin, verndum fjölskyldurnar, verndum
atvinnuna og atvinnulífið, förum í gegnum þetta saman, leysum vandann með
samtakamætti ekki sundrung. Við skuldum fólkinu í landinu slík vinnubrögð.
Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar þar sem helstu baráttumál mín verða
að stuðla að öryggi og velferð heimilanna og vinna bug á atvinnuleysi, en til
þess að þessum markmiðum verði náð verður að skjóta styrkum stoðum undir
atvinnulífið í landinu, skapa því sem öruggast rekstrarumhverfi, þannig að þau
geti dafnað og blómstrað eigendum þess og starfsmönnum til heilla. Tryggja
verður fyrirtækjum eðlilegan aðgang að fjármagni og kjör sem sambærileg eru við
kjör í nágranna- og samkeppnislöndum í kringum okkur.
Það er deginum ljósara að við vinnum okkur ekki út úr vandanum nema tryggja hér
hátt atvinnustig. Þess vegna þarf að huga að því hvernig við verndum þau
fyrirtæki og störf sem til staðar eru um leið og við finnum leiðir til að
endurvekja þau fyrirtæki sem við teljum að geti átt framtíð fyrir sér. Það
leynast
möguleikar í þeirri þekkingu og reynslu sem við höfum skapað okkur í gegnum
tíðina. Þessu má ekki glata heldur reyna að skapa ný tækifæri úr því sem til
staðar er og hvetja til nýsköpunar á sem flestum sviðum.
Þá eru mér málefni aldraðra afar hugleikin og mun ég beita mér í þeim
málaflokki eftir fremsta megni, en ég mun fara nánar út í það síðar.
Ingi Björn Albertsson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
40-50 manna válisti!
26.2.2009 | 08:20
Atli Gíslason alþingsmaður staðhæfði í Silfri Egils að að hann hefði undir höndum lista yfir 40-50 auðmenn sem komið hefðu fjármagagni fyrir erlendis í skattaskjólum, heildarupphæðin væri á bilinu 500 til 1000 milljarðar. Er ekki sanngjörn krafa á hendur Atla að hann birti nöfn þessara manna. Það er krafa allra flokka og alls almennings í landinum að fullt gagnsæ sé til staðar eða eins og það var orðað í upphafi "öllu steinum velti við,.
Þingmaðurinn krafðist þess einnig að þessir menn færu á sérstakan válista hjá ríkisbönkunum svo ekki kæmi til frekari viðskipta við þá.
Ég tel brýnt að þessi listi sé birtur ekki síst vegna þess að til eru menn og fyrirtæki sem hafa auðgast vel og geta fallið undir skilgreininguna "auðmenn,, þeir hafa náð þeim árangri með fullkomlega eðlilegum hætti, dugnaði og eljusemi. Þessir aðilar eiga ekki að þurfa að liggja undir grun um að hafa gert eitthvað ólöglegt sem þeir óneitanlega gera þegar allir eru settir undir sama hatt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Óviðeigandi eyðsla.
24.2.2009 | 22:55
Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu finnst mér með öllu óviðeigandi að eyða fúlgu fjár í kosningaslag.
Ég mun því ekki sækjast eftir né þiggja fjárhagslegan stuðning úr neinni átt.
Þar af leiðandi mun ég ekki reka kosningaskrifstofu heldur einbeita mér að maður á mann aðferðinni, greinaskrifum og bloggi.
Ég tel að þeim peningum sem einhverjir væru tilbúnir að styrkja mig með, sé betur komið í eitthvað gott málefni eins og td Mæðrastyrksnefnd, þar sem stuðningurinn fer beint og milliliðalaust til þeirra sem á honum þurfa að halda.
Ég hvet stuðningsmenn mína til að bera fulla virðingu fyrir andstæðingum mínum í prófkjörinu og láta aldrei hnjóðsyrði um þá falla.
Minn árangur í prófkjörinu á að byggjast á mínum verðleikum ekki á nokkurn hátt á því að níða skóinn af andstæðingi.
Ingi Björn Albertsson
Sími 8203155
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.2.2009 kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)