Sorglegt!

Sorglegt,  er það sem kom fyrst upp í huga mér þegar tölur úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík tóku að birtast.  Strax við fyrstu tölur var ljóst að "flokkurinn,, ætlaði ekki að svara kröfunni um endurnýjun, sitjandi þingmenn röðuðu sér í efstu sætin og næst á eftir þeim komu fulltrúar flokksins úr Heimdalliog SUS, þvílík endurnýjun!

Á listanum voru fjölmargir hæfir einstaklingar sem hafnað var af "flokknum,, og því ljóst að "flokksmenn,, eru ánægðir með störf þingmanna sinna á síðasta kjörtímabili þar sem þessir aðilar sváfu sínum djúpa svefni á meðan þjóðarskútan  sökk.

Því miður held ég að fylgi flokksins muni síst aukast við þessa niðurstöðu enda ekki verið að bjóða upp á neitt nýtt. Tækifærið var til staðar en var ekki nýtt. Sorglegt!


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Þú gerðir þó heiðarlega tilraun meðan aðrir töluðu bara um endurnýjun en gerðu ekkert.

Gengur bara betur næst.............er þagggi?

Sverrir Einarsson, 22.3.2009 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband